27.4.04

So true
Nema þetta með love interest sem er frekar vafasamt.

Which Band Should You Be In?
by couplandesque
Your Name
Band NameWeezer
RoleBassist
TrademarkEmo Poster Child
Love InterestThe Guitarist
Created with the ORIGINAL MemeGen!
Það er komið á hreint
Dagurinn í dag hefur ekki að miklu leyti farið í nauðsynlegan lærdóm og held ég því áfram að grafa mína eigin gröf í þeim efnum. Þess í stað hef ég setið á fundum með framkvæmdastjóra FRAM, steypustjóranum Binna. Niðurstaða viðræðna okkar, eftir mikið malbik, varð sú að ég hef nú skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Safamýrarstórveldið. Ýmis lið höfðu borið víurnar í mig, þar á meðal Strumparnir og Hvöt Blönduósi en ég ákvað að halda tryggð við mitt gamla og ástkæra félag sem ég hef nú verið hjá í 18 ár.
Ég sá loksins í dag hið stórglæsilega dagatal okkar Framara. Þar eru ýmsar upplýsingar m.a. um leikjafjölda leikmanna. Ég hafði staðið í þeirri trú að ég væri næstleikjahæsti núverandi leikmaður FRAM, á eftir Beisa viðbjóði, en mér til mikilla vonbrigða er ég alveg heilum tíu leikjum á eftir gamla refnum og syni mínum, Rikka Daða. Talandi um hann þá birtist hann væntanlega í olíssporti annað hvort í kvöld eða annað kvöld. Íþróttafréttamenn Sýnar munu næstu daga fjalla um knattspyrnusumarið sem er framundin og birta spá sína. Það bendir því flest til þess að þeir spái okkur annað hvort 9. eða 10. sæti. Það skiptir svo sem engu máli, ætla þeir aldrei að læra - við getum ekki fallið. Ef okkur væri ætlað að falla þá værum við löngu fallnir. Ég hef trú á að við verðum ekki í bullinu þetta sumarið, aldrei þessu vant.
Later.
Árnaðaróskir
Buffhrúturinn óskar Gústa aka Gúlla aka Svartasauði innilega til hamingju með 23. afmælisdaginn. Til hamingju Gústi!

26.4.04

Sælt veri fólkið
Ýmislegt hefur á daga mína drifið undanfarið.
Á föstudaginn fór ég í mína síðustu kennslustund í háskóla - í BA-námi í stjórnmálafræði að minnsta kosti. Þetta var jafnframt lengsta kennslustund ævi minnar. Þarna sat ég í einhverja 7 tíma með hópfélögum mínum þeim Atla sænska hrút og Kris Kristofferson. Þetta var málstofa í námskeiði um stækkun ESB. Hver hópur átti að fjalla um eitt land og samtals voru þetta allt of margir hópar. Okkar hópur lauk glæsilegum fyrirlestri um Ungverjaland snemma á ellefta tímanum. Við vorum þokkalega ánægðir með okkur en ekki tók gott við því við neyddumst til að sitja fram til klukkan 1600 að hlusta á misskemmtilega fyrirlestra. Einn hópurinn - sá sem fjallaði um Pólland - bauð þó uppá pólskan vodka og Prins Pólo. Það var skemmtilegt. Hmmm...yes.
Þennan sama dag urðum við vitni að því er bekkjarfélagi okkar, Stefán nokkur Hilmarsson, varð fyrir aðkasti ungrar stúlku sem var að dimmitera. Daginn eftir birtist mynd af stúlku þessari á baksíðu Morgunblaðsins, íklæddri randaflugubúningi.
Annað sem á dagana hefur drifið er t.d. óvissuferð Framara á laugardaginn. Mikil óvissa ríkti allan daginn og enduðum við á Selfossi þar sem horft var á afskaplega óeftirminnilegan knattspyrnuleik úr ensku knattspyrnunni. Gary Neville sýndi í þeim leik loksins sitt gamla góða andlit. Það var gott að fá Gary tilbaka, maður var nefnilega farinn að halda að það væri eitthvað að, svo gríðarlega var hann búinn að fara úr karakter í síðustu leikjum.
Í óvissuferðinni var leikmönnum skipt í fjögur lið og efnt var til keppni í alls konar asnalegum leikjum. Keppni þessi stóð allan daginn og ekki þarf að koma á óvart að mitt lið, Kisurnar, sigraði með umtalsverðum yfirburðum. Liðin þurftu meðal annars að leysa gátur, búa til múmíur, prjóna trefil og fleira skemmtilegt.
En jæja það þýðir ekki að vera að eyða tímanum í þessa vitleysu. Mér reiknast til að ég hafi núna c.a. 28 daga til að læra fyrir tvö próf, fara í þessi tvö próf, klára eina 8-10 bls ritgerð og svo að klára eitt stykki BA-ritgerð. Þetta ætti að nást með samstilltu átaki mínu og guðs. Vonum það besta alla vega.
Ég set later!

22.4.04

Gleðilegt sumar!
Ég óska ykkur öllum gleðilegs sumars, líka Skúla og Eyfa.

21.4.04

Ég spyr
Getur verið að Gary Neville sé besti hægri bakvörður sögunnar?
Það held ég nú?

19.4.04

Langt er síðan...
...ég hef bloggað.