27.4.04

Það er komið á hreint
Dagurinn í dag hefur ekki að miklu leyti farið í nauðsynlegan lærdóm og held ég því áfram að grafa mína eigin gröf í þeim efnum. Þess í stað hef ég setið á fundum með framkvæmdastjóra FRAM, steypustjóranum Binna. Niðurstaða viðræðna okkar, eftir mikið malbik, varð sú að ég hef nú skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Safamýrarstórveldið. Ýmis lið höfðu borið víurnar í mig, þar á meðal Strumparnir og Hvöt Blönduósi en ég ákvað að halda tryggð við mitt gamla og ástkæra félag sem ég hef nú verið hjá í 18 ár.
Ég sá loksins í dag hið stórglæsilega dagatal okkar Framara. Þar eru ýmsar upplýsingar m.a. um leikjafjölda leikmanna. Ég hafði staðið í þeirri trú að ég væri næstleikjahæsti núverandi leikmaður FRAM, á eftir Beisa viðbjóði, en mér til mikilla vonbrigða er ég alveg heilum tíu leikjum á eftir gamla refnum og syni mínum, Rikka Daða. Talandi um hann þá birtist hann væntanlega í olíssporti annað hvort í kvöld eða annað kvöld. Íþróttafréttamenn Sýnar munu næstu daga fjalla um knattspyrnusumarið sem er framundin og birta spá sína. Það bendir því flest til þess að þeir spái okkur annað hvort 9. eða 10. sæti. Það skiptir svo sem engu máli, ætla þeir aldrei að læra - við getum ekki fallið. Ef okkur væri ætlað að falla þá værum við löngu fallnir. Ég hef trú á að við verðum ekki í bullinu þetta sumarið, aldrei þessu vant.
Later.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home