23.1.07

Hvílík snilld!!
Ég sit hérna og er að horfa á endursýninguna af leik Íslands og Frakklands frá í kvöld. Og hvílík mögnuð snilld!!! Þetta er bara einhver besta frammistaða sem ég hef nokkru sinni séð. Frábær karakter að koma svona sterkt tilbaka eftir að hafa drullað langt upp á bak á móti Úkraínu í gær.
Gríðarlega ánægður með Loga Geirsson, hann er að koma skemmtilega á óvart. Og Markús líka að koma sterkur inn eftir að Logi meiddist. Og Birkir Ívar - þvílíkur stórleikur. Og Alexander!! og Guðjón Valur!! O.s.frv.!!
Koma svo - og taka bara titilinn!
Nei róum okkur alveg - við munum sennilega tapa síðan fyrir Túnis á miðvikudaginn.

13.1.07

Vangaveltur
Við vorum að velta vöngum hérna í Ystaseli 7 (neðri hæð) hver væri kvenkyns hliðstæða þess að vera sir í Bretlandi. Þeir karlmenn sem að drottningin aðlar þarna í Bretlandi fá titilinn sir, t.d. Sir Alex Fergusson, Sir Paul McCartney o.s.frv. það væri hægt að halda lengi áfram. Hvaða titil fá hins vegar þær konur sem að eru aðlaðar? Eða eru konur kannski bara yfirhöfuð ekkert aðlaðar? Drottningin karlremba? Maður spyr sig. Í fljótu bragði man ég ekki neinni nema dame Edna og "hún" telst ekki með. Komið með svör. Nefnið dæmi gjarnan.

Já þetta eru skemmtilegar vangaveltur. Sem minnir mig á annað, hvað er eiginlega að velta vöngum? Hvernig veltir maður vöngum? Ég veit það ekki. Hver veit það þá. Nei hættu nú alveg.

Þetta eru aldeilis skemmtilegar pælingar - hver segir að bloggið sé dautt?

8.1.07

Vangaveltur
Með hvaða liði ætli breska drottningin haldi í enska boltanum? Ætli hún fylgist yfir höfuð með boltanum? Jú, ég meina hún mætir nú öðru hvoru á bikarúrslitaleiki og afhendir bikarinn og svona.