19.10.04

Verkamannalíf
Því er ekki að leyna að það er ógeðslega gaman í vinnunni hjá mér, sérstaklega í svona góðu veðri eins og verið hefur undanfarna daga. Gleðin er yfirleitt við völd í skurðinum en vinnudeginum má annars skipta niður í nokkur tímabil:

0730-1000: Tvíhöfði.
1003-1100: Blanda af Sigurði G. Tómassyni og Þránni á Skonrokki.
1103-1145: Blanda af Arnþrúði Karlsdóttur og Þránni á Skonrokki.
1200-1225: Nágrannar.
1227-1400: Mín skoðun með hinum gjörsamlega húmorslausa Valtý Birni.
1403-1500: Helvítið hann Ingvi Hrafn.
1503-1600: Hallgrímur Thorsteinsson.
1603-1700: Reykjavík síðdegis.

Eins og sést þá er líf mitt ansi spennandi og í ákveðnum hápunkti um þessar mundir.
Bið að heilsa í bili, þarf að fara að kíkja í beddann svo að ég verði ferskur í skurðinum á morgun. Vona bara að frostið fari ekki mikið niður fyrir 5 stigin og vindhraðinn verði ekki mikið meiri en 40m/sek.
Later!