14.8.04

Bloggiblogg
Ég hef ekki bloggað lengi og margir héldu eflaust að ég hefði lagt upp laupana. Sú var næstum raunin en ástæða þessa bloggs er sú að ég get ekki orða bundist yfir Degi Sigurðssyni, maðurinn er lélegasti handboltamaður í heiminum í dag, hvernig í andskotanum kemst hann í íslenska landsliðið? Maður fylltist bjartsýni þegar ljóst varð að Patrekur yrði ekki með á Ólympíuleikunum en það virðist einungis hafa þá skelfingu í för með sér að Dagur spilar þeim mun meira. Ekki orð um þetta meir.
Á morgun vinnum við Framarar svo Fylki í Árbænum og United vinnur Chelsea. Góðar stundir.