23.4.03

Buffy er hér
Þið sem voruð farin að örvænta getið tekið gleði ykkar á ný því Buffhrúturinn er hér.
Ofureinföld ástæða er fyrir miklu bloggleysi undanfarið. Þannig er að maður er búinn að vera víða erlendis og svo er gríðarlega mikið að gera auk þess sem ég nenni ekkert að vera að standa í þessu bloggi alltaf.
Það er mér sérstök ánægja að sjá að Lingurinn og Sigrún eru farin að tjá sig á bloggsíðum í óhóflegu magni og oft á tíðum á alveg óskiljanlegan hátt. Gaman að því. Svo er einnig gaman að því að Svartisauðurinn er búinn að taka niður kommentakerfið á síðunni sinni og farinn að benda fólki á að kommenta bara í mitt kommentakerfi í staðinn ef það hefur eitthvað að segja. Það er alltaf gott að geta komið sauðnum svarta til hjálpar einkum nú á erfiðri stund.
Páskarnir eru nýbúnir eins og flestir hafa tekið eftir. Þrátt fyrir að vera orðinn háaldraður hrútur fékk Buffhrúturinn eitt stykki páskaegg að gjöf. Málshátturinn í þessu annars ágæta eggi var brjálað fyndinn. Hann var eitthvað á þessa leið: "Ekki eru allar dyggðir í andliti fólgnar" Eða með öðrum orðum: "Djöfull ertu ljótur!!!" En Buffhrúturinn lætur það ekki á sig fá.
Í kvöld horfði ég á einhvern mesta rugl-fótboltaleik sem ég hef séð. Man. Utd. vann Real Madrid 4-3 en komst samt ekki áfram í Meistaradeildinni. Þar með verð ég að éta ofan í mig þá spádóma mína að Diego Forlan tryggi United sigur í Meistaradeildinni á Old Trafford þann 20. maí. Ég nenni ekki að eyða fleiri orðum í þennan leik. Hrós kvöldsins fær þó Dr. Ísleifur fyrir að tilkynna það að AC Milan hefði unnið Ajax og væri komið áfram, mönnum sem ætluðu að horfa á leikinn til mikillar ánægju. Mikil snilld!
Lakers drullu-skíttöpuðu fyrir Kevin Garnett og félögum, hvað er að gerast?
Á morgun fer fram stórleikur FRAM og ÍA í deildarbikarnum. Við erum að sjálfsögðu komnir áfram en brjálaði dvergurinn og hans menn á skaganum eru að berjast fyrir lífi sínu. Þetta verður bara létt fyrir okkur og sennilega frekar leiðinlegt á að horfa og hvet ég því engan til að mæta í Egilshöll klukkan 1400.
Ég set þá bara L núna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home