9.4.03

Bagdad fallin?
Menn eru að tala um að Bagdad sé fallin og að Bandaríkjamönnum sé tekið fagnandi af Írökum í miðborg höfuðborgarinnar. Maður veit þó ekki, það er ekki gott að segja hvað er rétt og hvað er rangt í fréttaflutningi af þessu stríði. Við skulum þó vona að eitthvað sé til í þessu og að stríðið taki brátt enda. En þá tekur við gífurlega umfangsmikið uppbyggingarstarf sem við Íslendingar og hinar staðföstu þjóðirnar í "The Coalition of the Willing" þurfum að sjá um. Svo er ekkert sem segir að Bandaríkjamenn láti hér við sitja. Fara þeir ekki bara næst inn í Norður-Kóreu eða Íran? Hver veit? Hvað veit ég um það, ég er bara Buffhrútur.
Hinn sænski Atli kom að máli við mig í gær og spurði mig hvernig mér litist á að mæta í partý á laugardaginn. Ég sagði að mér litist bara frekar illa á það ef við tökum það með í reikninginn að ég verð bara alls ekkert staddur á landinu á laugardaginn. Hvar verður Buffhrúturinn? gætu ýmsir þá spurt sig. Buffhrúturinn verður staddur í Danaveldi við knattspyrnuæfingar. Skemmst er frá því að segja að Buffhrúturinn er afar vonsvikinn með framgöngu Atla í þessu máli þar eð Buffhrúturinn hefur verið einn helsti hvatamaður þess í vetur að haldið verði partý í Partýhöllinni og svo er tækifærið bara gripið á lofti þegar Buffhrúturinn fer af landi brott og slegið upp veislu. Þetta er náttúruleg framkoma sem sæmir ekki sænskum hrúti og nokkuð ljóst að Buffhrúturinn mun ekki nefna Partýhöllina framar sem sinn uppáhaldsskemmtistað í þeim fjölmörgu viðtölum sem tekin eru við hann.
Hér má annars nálgast heimsíðu félagsins sem að Buffhrúturinn og aðrir Framarar munu heimsækja í Danmörku á laugardaginn. Við munum dvelja þarna í góðu yfirlæti fram á miðvikudag. Þessi ágæti bær Farum, sem er rétt fyrir utan Köben, hefur annars helst unnið sér það tli frægðar að á síðasta ári var skandall ársins sá í Danmörku sá að bæjarstjórinn eyddi mörgum milljörðum í að byggja einhvern þvílíkt flottan fótboltavöll (fyrir þetta Farum-lið sem ég held að geti nú ekki mikið - þetta er svona svipað og að Afturelding væri allt í einu komið með 10 þús. manna völl og þvílíka aðstöðu) og hann setti auðvitað bæinn á hausinn og gott ef hann situr ekki inni í dag, Árni Johnsen þeirra Dana. Gaman að þessu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home