13.1.07

Vangaveltur
Við vorum að velta vöngum hérna í Ystaseli 7 (neðri hæð) hver væri kvenkyns hliðstæða þess að vera sir í Bretlandi. Þeir karlmenn sem að drottningin aðlar þarna í Bretlandi fá titilinn sir, t.d. Sir Alex Fergusson, Sir Paul McCartney o.s.frv. það væri hægt að halda lengi áfram. Hvaða titil fá hins vegar þær konur sem að eru aðlaðar? Eða eru konur kannski bara yfirhöfuð ekkert aðlaðar? Drottningin karlremba? Maður spyr sig. Í fljótu bragði man ég ekki neinni nema dame Edna og "hún" telst ekki með. Komið með svör. Nefnið dæmi gjarnan.

Já þetta eru skemmtilegar vangaveltur. Sem minnir mig á annað, hvað er eiginlega að velta vöngum? Hvernig veltir maður vöngum? Ég veit það ekki. Hver veit það þá. Nei hættu nú alveg.

Þetta eru aldeilis skemmtilegar pælingar - hver segir að bloggið sé dautt?

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

I'm in your houze, stealing your commentz!

13 janúar, 2007 19:32  
Anonymous Nafnlaus said...

sælar...

þú hittir stálfyrirbærið á höfuðið... Dame er vissulega sá titill sem konur fá þegar Beta slær tsjellingarnar...

annars hlýtur að vera erfitt að vera kvenkynsriddari...

17 janúar, 2007 03:10  
Blogger Linda said...

lafði eða lady...man eftir lafði lokkaprúð...

18 janúar, 2007 16:14  
Anonymous Nafnlaus said...

það er dame..
dæmi: dame judi dench

21 janúar, 2007 23:45  
Anonymous Nafnlaus said...

og fyrst ég er nú byrjuð þá er orðið "vangaveltur" komið af því að halla höfðinu til hliðanna á víxl, t.d. þegar maður er að spá alvarlega í e-ð eða er með efasemdir.
þá vitiði það :)

21 janúar, 2007 23:52  

Skrifa ummæli

<< Home