9.3.07

Boogie Boogie

Nei nei hér. Hvað gengur eiginlega á???
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá blogga ég ekki hér á þessa síðu nema tilefnið sé ærið. Þannig er mál með vexti að ég sit hér við tölvuna í vinnunni og stytti mér stundir með því að hlusta á Gettu betur í útvarpinu. Sigmar kynnir til sögunnar skemmtiatriði frá MS og hvað gerist? Jú, einhverjir drengir hefja upp raust sína og byrja að kyrja Sveittra Gangavarða slagarann Boogie Boogie.
Maður hlýtur að spyrja sig, eru þessir menn að stela þessu, eigna sér heiðurinn af laginu eða er þetta orðið einhvers konar opinber söngur MS-inga. Lagið er náttúrulega klassískt en það er ekki hægt að segja að þessir ungu drengir hafi "gert það að sínu" eða betrumbætt upphaflegu útgáfuna.
Maður hlýtur líka að spyrja sig hvort að Sveittir hafi nú endanlega misst af lestinni með að gefa út plötu með sínu frábæra efni og aðrir aðilar ætli að vera fyrri til og stela efninu þeirra. Ég veit að Stiftamtmannssólskinsfíflið hefur lengi verið helsti áhugamaður og hvatamaður að því að Sveittir taki sig saman í andlitinu og geri eitthvað í sínum málum og þykist ég vita að Stifti vilji eitthvað tjá sig um þennan atburð.

Eins og flestir vita þá er (var??) Andri nokkur Fannar einn af forsprökkum Sveittra Gangavarða. Hann einbeitir sér hins vegar að nýju hlutverki þessa dagana. Þau Linda eignuðust nefnilega dóttur núna á þriðjudaginn 6. mars og ég óska þeim innilega til hamingju með það.
Menn hafa eitthvað verið að velta fyrir sér nafngift á stúlkuna og hefur nöfnum á borð við Bjarnþrúður, Daðey og Viðja verið slengt fram. Ég vil líka benda á eins og ég hef reyndar gert áður að stúlkan deilir afmælisdegi með fótboltatvíburunum Hafþóri og Eyþóri og Arnari og Bjarka. Spurning hvort að ekki væri rétt að taka tillit til þess þegar nafn verður valið; Hafdís, Eydís, Arna eða Björk. Nú eða bara Lofn.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

gæti ekki verið meira sammála með þessi nöfn og þó nafn nr. 3 sem þú nefnir þarna í blálokin.
annars sáum við dömuna í dag. algjör dúlla! :)

10 mars, 2007 20:27  
Anonymous Nafnlaus said...

Kristín!!

15 mars, 2007 22:03  
Anonymous Nafnlaus said...

kannski kominn tími á annað blogg.

kv atli

21 júlí, 2007 15:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Jú það fer að koma tími á það.

25 júlí, 2007 13:54  

Skrifa ummæli

<< Home