27.5.04

Kominn upp úr holunni?
Í gær skilaði ég BA-ritgerðinni minni. 45 blaðsíður og 14.117 orð af gríðarlegu skemmtanagildi. Þeir sem vilja geta nálgast eintak hjá mér. Gústi er búinn að lesa og ég veit fyrir víst að hann skemmti sér konunglega.
Ég er búinn að fá eina einkunn sem kom mér þægilega á óvart. Nú bíð ég bara eftir einkunnum úr Aðferðafræði III og einu öðru námskeiði. Nái ég þessu tvennu er það síðan útskrift 19. júni, á kvennadaginn. Ekki veit ég þó hvað tekur við í mínu lífi að því loknu. Allar góðar uppástungur vel þegnar.
Á þriðjudaginn töpuðum við Framarar fyrir Skagamönnum á heimavelli. Ekki góð frammistaða en það er bara að taka næsta leik á móti Valdimar Kekic og félögum í rokinu í Grindavík.
Í gær fór ég á Pixies tónleikana í Kaplakrika. Mætt voru auk mín Gútti, Arnie, Brundi, Skrímsli og Bryndís. Þarna voru líka Atli og Tumi og u.þ.b. 2500 aðrir. Fínustu tónleikar alveg hreint, já það held ég nú. Ég gerði heiðarlega tilraun til að taka hluta af nokkrum lögum upp á símann minn - það tókst ekki.
Brynjar átti afmæli í gær og Erling í fyrradag. Til hamingju með það drengir!
Svo byrjar maður bara að vinna á morgun. Það verður stemning.
Later!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home