10.5.04

Önnum kafinn Hrútur
Maður stendur í ströngu þessa dagana. Var að rumpa af tveimur köflum í BA-ritgerð sem ég þarf að skila í dag. Lokaskiladagur á ritgerðinni er síðan 24. maí og nokkuð ljóst að vel verður haldið á spöðum þangað til. Nú er ég hins vegar að byrja að læra fyrir aðferðafræði III viðbjóðinn sem ég fer í á föstudaginn. Nokkuð ljóst að ef ég næ ekki þessu prófi þá mun ég aldrei útskrifast úr þessum blessaða skóla.
Ég er síðan loksins byrjaður að hreyfa mig eftir fjögurra mánaða meiðsli. Það er ekki laust við að maður sé töluvert ryðgaður og formið hefir verið betra. Minn ástkæri rúmenski þjálfari hefur líka undanfarna daga gert í því að taka mig á "I kill you!!" æfingar. Í gær var til dæmis suicide hlaup með 16 keilum. Já 16 keilum, ekki 4-5 keilum eins og er svo gjarnan. Það var stemning.
Sáu menn ekki örugglega Stiftamtmanninn í fréttunum á laugardaginn. Kappinn var tekinn í viðtal í tilefni þess að tillaga hans var verðlaunuð í samkeppni Landsbankans og Reykjavíkurborgar um bætta borg eða eitthvað álíka. Tillaga Stiftamtmannsins var sú að reisa styttu af Steingrími J. Sigfússyni í miðri Reykjvíkurtjörn. Styttan myndi svo vera búinn þeim eiginleikum að spúa eldi í tíma og ótíma. Sannarlega snilldarhugmynd hjá Stiftaranum og enn einu sinni sýnir það sig að fíflagangur margborgar sig.
Jæja hornskakkur snúningur og forsendur dreifigreiningar, here I come!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home